Bayern 3 - 0 Leverkusen
1-0 Serge Gnabry ('25 )
2-0 Nicolas Jackson ('31 )
3-0 Loic Bade ('44 , sjálfsmark)
1-0 Serge Gnabry ('25 )
2-0 Nicolas Jackson ('31 )
3-0 Loic Bade ('44 , sjálfsmark)
Ríkjandi Þýskalandsmeistarar í liði Bayern München tóku á móti Bayer Leverkusen, meisturunum frá því á þarsíðustu leiktíð, í spennandi slag í þýska boltanum í dag.
Heitasta markavél Evrópu, Harry Kane, var óvænt á varamannabekknum og fékk Nicolas Jackson sjaldséð tækifæri í fremstu víglínu.
Þessi tilraun hjá Vincent Kompany þjálfara heppnaðist því Bayern fór inn í leikhlé með þriggja marka forystu án þess að þurfa að notast við Harry Kane.
Serge Gnabry og Jackson skoruðu sitthvort markið áður en Loïc Badé gerði sjálfsmark skömmu fyrir leikhlé.
Bæjarar voru sterkari aðilinn og sigldu sigrinum þægilega í höfn. Lokatölur 3-0 og er Bayern með fullt hús stiga eftir 9 umferðir.
Kane fékk að spreyta sig í seinni hálfleik en tókst ekki að bæta við marki.
Bayern er með 27 stig á toppi deildarinnar, 10 stigum fyrir ofan Leverkusen sem situr í fimmta sæti.
Athugasemdir




