Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. desember 2019 10:51
Brynjar Ingi Erluson
Cannavaro deildarmeistari í Kína
Fabio Cannavaro vann kínversku deildina með liðinu
Fabio Cannavaro vann kínversku deildina með liðinu
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Fabio Cannavaro gerði kínverska liðið Guangzhou Evergrande að deildarmeisturum með því að vinna Shenhua 3-0 í gær.

Cannavaro tók upp þjálfun eftir glæstan knattspyrnuferil með liðum á borð við Juventus og Real Madrid en hann var einnig valinn besti knattspyrnumaður heims eftir að hafa unnið HM og og ítölsku deildina árið 2006.

Hann hefur verið þjálfari Guangzhou síðustu tvö árin og var meðal annars valinn þjálfari ársins í Kína ári 2017 en þrátt fyrir það hefur hann einnig gengið í gegnum erfið tímabil.

Cannavaro var settur í frystingu í síðasta mánuði eftir slakan árangur með Guangzhou og sneri ekki aftur á hliðarlínuna fyrr en mánuði síðar.

Það virtist hafa góð áhrif á Cannavaro sem er nú búinn að skila kínverska deildarmeistaratitlinum í hús með 72 stig eða tveimur stigum meira en Guoan.
Athugasemdir
banner
banner
banner