Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   sun 01. desember 2024 17:13
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Skoraði sigurmark seint í uppbótartíma
Barry Bannan skoraði stórbrotið mark
Barry Bannan skoraði stórbrotið mark
Mynd: Getty Images
Derby County 1 - 2 Sheffield Wed
1-0 Ebou Adams ('9 )
1-1 Barry Bannan ('64 )
1-2 Jamal Lowe ('90 )

Sheffield Wednesday vann annan leik sinn í röð í ensku B-deildinni í dag er liðið heimsótti Derby County á Pride Park-leikvanginn í Derby.

Ebou Adams kom heimamönnum yfir á 9. mínútu leiksins, sem var annað mark hans á tímabilinu.

Derby fór með eins marks forystu inn í hálfleikinn en þegar hálftími var eftir jafnaði Barry Bannan með algerlega stórkostlegu marki fyrir utan teig. Boltinn datt fyrir hann fyrir utan teig og náði hann að smella honum hárfín í samskeytin vinstra megin. Eitt af mörkum ársins.

Þegar rúmar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Jamal Lowe sigurmark Wednesday og annar sigur liðsins í röð staðreynd.

Wednesday er í 12. sæti með 25 stig en Derby fimm sætum neðar með 20 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 18 12 4 2 25 9 +16 38
2 Burnley 18 10 6 2 23 6 +17 36
3 Leeds 18 10 5 3 31 13 +18 35
4 Sunderland 18 9 6 3 26 13 +13 33
5 Middlesbrough 18 9 3 6 32 21 +11 30
6 Watford 18 9 3 6 26 24 +2 30
7 West Brom 18 6 10 2 19 12 +7 28
8 Blackburn 17 8 4 5 21 17 +4 28
9 Norwich 18 6 7 5 35 27 +8 25
10 Millwall 17 6 7 4 20 15 +5 25
11 Bristol City 18 6 7 5 24 21 +3 25
12 Sheff Wed 18 7 4 7 22 27 -5 25
13 Swansea 18 6 5 7 18 17 +1 23
14 Stoke City 18 5 6 7 19 22 -3 21
15 Derby County 18 5 5 8 22 24 -2 20
16 Coventry 18 4 6 8 24 27 -3 18
17 Oxford United 18 4 6 8 20 28 -8 18
18 Preston NE 18 3 9 6 17 25 -8 18
19 Luton 18 5 3 10 20 33 -13 18
20 Cardiff City 18 4 5 9 17 28 -11 17
21 Plymouth 18 4 5 9 18 38 -20 17
22 Hull City 18 3 6 9 17 26 -9 15
23 QPR 18 2 9 7 15 26 -11 15
24 Portsmouth 16 2 7 7 18 30 -12 13
Athugasemdir
banner
banner
banner