Liam Delap, Joshua Zirkzee, Christopher Nkunku, Federico Chiesa, Christian Eriksen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
Juventus íhugar að bjóða í Liam Delap, leikmann Ipswich, og hefur sent njósnara til að fylgjast með framherjanum sem er einnig spennandi kostur fyrir Chelsea og Man Utd. (Mirror)
Ítalska félagið skoðar einnig að fá Joshua Zirkzee, 23, á láni frá Man Utd. (Gazzetta dello Sport)
PSG hefur áhuga á Christopher Nkunku, 27, framherja Chelsea og gæti boðið enska félaginu að fá Randal Kolo Muani, 25, í skiptum. (TBR Football)
Federico Chiesa, 27, vængmaður Liverpool, er á óskalista Napoli ef félagið mun fá leikmann í staðinn fyrir Khvicha Kvaratskhelia ef hann gerir ekki nýjan samning við félagið. (II Napolista)
Aston Villa gæti kallað Louie Barry aftur til baka úr láni frá Stockport og sent hann á lán í Championship deildina en Sheffield Wednesday og Middlesbrough munu leiða kapphlaupið um þennan 21 árs gamla framherja. (The Star)
Það er ólíklegt að Man Utd bjóði Christian Eriksen nýjan samning en núgildandi samningur þessa 32 ára gamla miðjumanns rennur út eftir tímabilið. (Florian Plettenberg)
Crystal Palace er meðal fjölda evópskra félaga sem hafa áhuga á Patrick Dorgu, 20, bakverði Lecce. (CaughtOffside)
Man Utd hefur sett Marcus Rashford, 27, framherja liðsins, á sölulista. (Fichajes)
Það er ólíklegt að Bryan Cristante, 29, varnarsinnaður miðjumaður Roma, gangi til liðs við Everton í janúar. (Football Insider)
Dani Ceballos, 28, miðjumaður Real Madrid, er líklega að yfirgefa félagið en Real Betis hefur áhuga á að fá hann í sínar raðir. (Fichajes)