Leyton Orient komst áfram í þriðju umferð enska bikarsins á ansi dramatískan hátt í gær.
Liðið fékk Oldham í heimsókn á Brisbane Road í gær en Leyton vann eftir framlengdan leik.
Oldham náði forystunni en Josh Keeley, markvörður liðsins, gerði sér lítið fyrir og skoraði með skalla í uppbótatíma og tryggði liðinu framlengdan leik.
Í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar fékk Leyton vítaspyrnu en Daniel Agyei klikkaði á henni. Svo í uppbótatíma í seinni hálfleik fékk liðið aðra vítaspyrnu. Agyei reyndi aftur og skoraði og tryggði liðinu sæti í þriðju umferð keppninnar.
Josh Keeley (Leyton Orient GK) 90+6 min equaliser against Oldham Athletic to send the game to extra time
byu/Imbasauce insoccer
Athugasemdir