þri 02. janúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Bruce hrósar Birki
Birkir fagnar markinu í gær.
Birkir fagnar markinu í gær.
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu með Aston Villa þegar liðið burstaði Bristol City 5-0 í gærkvöldi.

Birkir hefur fengið fá tækifæri á tímabilinu en hann spilaði 20 mínútur í gær og stimplaði sig inn með marki.

Steve Bruce, stjóri Aston Villa, hrósaði Birki eftir leikinn í gær.

„Ég er ánægður með leikmennina og sérstaklega þá sem hafa verið fyrir utan liðið. Hogan, Birkir Bjarnason og Tommy Elphick til að nefna nokkra," sagði Bruce.

„Ég hef verið virkilega ánægður með vinnusemina og viðhorfið hjá þeim."

Aston Villa skaust upp í 5. sætið í Championship deildinni með sigrinum í gær en liðið er fimm stigum á eftir Derby í öðru sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner