Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. janúar 2018 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Carvalhal: Aðstoðardómarinn baðst afsökunar
Mynd: Getty Images
Carlos Carvalhal stýrði Swansea í annað sinn er liðið fékk Tottenham í heimsókn fyrr í kvöld. Svanirnir lögðu Watford að velli í fyrsta leik hans við stjórn.

Tottenham vann leikinn 2-0 með mörkum frá Fernando Llorente og Dele Alli. Llorente skoraði nokkuð augljóst rangstöðumark snemma leiks og innsiglaði Alli sigurinn undir lokin.

„Aðstoðardómarinn var mjög snöggur að biðjast afsökunar á fyrsta markinu. Dómarar eru mannlegir og gera mistök," sagði Carvalhal að leikslokum.

„Eftir þennan leik finnst mér augljóst að ég bý yfir leikmannahópi sem er með mikinn karakter, baráttuvilja og gæði. Við börðumst allan leikinn og ég er viss um að við getum halað inn fleiri stigum.

„Við ætlum að reyna að bæta einum eða tveimur mönnum við í janúar en ef það gengur ekki upp þá er það líka í lagi. Ég er ánægður með þennan hóp, ég hef mikla trú á okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner