Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. janúar 2018 08:20
Magnús Már Einarsson
Hár verðmiði á Coutinho
Powerade
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn er búinn að opna og ensku blöðin eru með nokkra áhugaverða mola í dag.



Liverpool ætlar ekki að selja Philippe Coutinho (25) til Barcelona nema félagið fái „stjarnfræðilega upphæð" fyrir leikmanninn. (Telegraph)

Barcelona hefur fengið þau skilaboð að Coutinho kosti allt að 160 milljónir punda. (Alfredo Martinez)

Napoli er tilbúið að leyfa vinstri bakverðinum Faouzi Ghoulam (23) að fara til Manchester United á 53 milljónir punda. Ítalska félagið ætlar í staðinn kaupa Alejandro Grimaldo (22) frá Benfica á 26,6 milljónir punda. Ghoulam verður frá keppni fram á næsta sumar en hann er með slitið krossband. (Record)

Vonir Chelsea um að sannfæra varnarjaxlinn Giorgio Chiellini (33) um að koma til félagsins frá Juventus næsta sumar hafa minnkað en hann er líklega að gera nýjan samning við ítalska félagið. (Sky Italia)

Swansea vill fá Diafra Sakho (28) framherja West Ham í sínar raðir. Félagið gæti neyðst til að selja varnarmanninn Alfie Mawson (23) eða miðjumanninn Ki Sung-yeung (28) til að láta félagaskiptin verða að veruleika. (Guardian)

Huddersfield hefur spurst fyrir um Terence Kongolo (23) varnarmann Monaco en félagið vill fá hann á láni. (Huddersfield Examiner)

Huddersfield og Watford eru bæði að skoða Kortney Hause (22) miðvörð Wolves. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner