Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. janúar 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Berg: Hef beðið lengi eftir þessu marki
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson gerði jöfnunarmark Burnley gegn Liverpool á 87. mínútu er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sean Dyche, stjóri Burnley, hrósaði Jóhanni eftir leikinn og var Jóhann sjálfur ánægður með markið en svekktur að það hafi ekki skilað stigi.

„Ég hef beðið lengi eftir þessu marki. Ég er búinn að leggja nokkur upp en maður vill alltaf skora smá líka," sagði Jóhann eftir tapið.

„Það er leiðinlegt að markið hafi ekki skilað okkur stigi. Það er erfitt að taka þessu því við spiluðum mjög vel gegn afar öflugum andstæðingum. Við áttum skilið að fá stig.

„Við erum alltaf til vandræða gegn stórliðunum. Tottenham átti samt skilið að vinna okkur um daginn."


Þetta eru ekki fyrstu stigin sem liðið tapar samkvæmt Jóhanni, sem er svekktur með úrslit síðustu leikja.

„Við vorum 2-0 yfir gegn Manchester United en fengum bara stig. Gegn Huddersfield spiluðum við frábæran fótbolta og áttum skilið að skora. Við áttum að fá vítaspyrnu en fengum ekki.

„Við verðum bara að halda áfram á sömu braut. Við erum búnir að gera frábæra hluti en eigum ennþá mikið inni. Það er langt síðan við unnum leik og ætlum við að laga það sem fyrst."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner