Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. janúar 2018 10:44
Elvar Geir Magnússon
Man City staðfestir að Gabriel Jesus hafi skaddað liðbönd í hné
Gabriel Jesus þjáður í leiknum gegn Crystal Palace.
Gabriel Jesus þjáður í leiknum gegn Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur staðfest að Gabriel Jesus hafi skaddað liðbönd í hné þegar hann fór meiddur af velli í jafnteflinu gegn Crystal Palace á gamlársdag.

Jesus fer í nánari skoðanir í vikunni þar sem kemur nákvæmlega í ljós hversu alvarleg meiðsli Brasilíumannsins eru en hann gæti misst af næstu mánuðum.

Pep Guardiola, stjóri City, sagði eftir leikinn að hann vonaðist til þess að Jesus yrði ekki frá í meira en mánuð en að hann byggist við að þeir yrðu tveir.

Þessi tvítugi sóknarmaður brast í grát eftir að hafa meiðst enda gerði hann sér strax grein fyrir því að þau væru alvarleg.

Kevin De Bruyne fór einnig meiddur af velli gegn Palace en hann varð fyrir glórulausri tæklingu Jason Puncheon. Hann gæti misst af komandi leik gegn Watford.
Athugasemdir
banner
banner
banner