Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 02. janúar 2018 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar besti Brassinn í Evrópu
Mynd: Getty Images
Neymar hefur verið kjörinn besti Brasilíumaðurinn í evrópskri knattspyrnu í þriðja sinn á fjórum árum.

Philippe Coutinho hlaut viðurkenninguna í fyrra en endaði í öðru sæti í þetta skiptið og var Marcelo í þriðja.

Neymar fékk 27.71% atkvæða, Coutinho fékk 16.64% og Marcelo 14.43%. Almenningur fær atkvæðarétt, sem og fjölmiðlamenn og fyrrverandi atvinnumenn í knattspyrnu.

Vægi atkvæða fjölmiðlamanna og fyrrverandi atvinnumanna gildir meira heldur en hjá almenningi.

Paulinho kemur rétt á eftir Marcelo í fjórða sæti og er Casemiro í því fimmta.

10 bestu Brasilíumennirnir í Evrópu 2017:
1. Neymar (Barca & PSG) - 27.71%
2. Coutinho (Liverpool) - 16.64%
3. Marcelo (Real Madrid) - 14.43%
4. Paulinho (Barcelona) - 13.64%
5. Casemiro (Real Madrid) - 7.19%
6. Gabriel Jesus (Man City) - 2.74%
7. Willian (Chelsea) - 2.63%
8. Malcom (Bordeaux) - 2.03%
9. David Luiz (Chelsea) - 1.64%
10. Ederson (Man City) - 1.57%
Athugasemdir
banner
banner
banner