Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. janúar 2018 12:17
Elvar Geir Magnússon
„Ósmekklegt hjá heiðursformanni KSÍ"
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Benediktsson, einn reyndasti íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, gagnrýnir ummæli Geirs Þorsteinssonar í pistli í blaðinu í morgun.

Geir sagði á Twitter að gera þyrfti breytingu á kjörinu á íþróttamanni ársins.

„Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins. Þurfum að fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017!!" skrifaði Geir á Twitter eftir að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð fyrir valinu.

Ívar Benediktsson segir að sér hafi þótt lítill sómi í tísti Geirs.

„Ekki er til of mikils mælst að heiðurformaður KSÍ geti í það minnsta óskað íþróttamanni ársins 2017 til hamingju þótt honum hafi runnið í skap vegna þess að maður úr hans íþrótt hreppti ekki hnossið að þessu sinni. Heiðursformaðurinn Geir kom því loks í verk að óska Ólafíu Þórunni til hamingju nærri sólarhring eftir tístið og það í samtali við útvarpsþáttinn Akraborg," skrifar Ívar í Morgunblaðinu.

„Eins var ósmekklegt hjá heiðursformanni KSÍ að nota tækifærið, fáeinum mínútum eftir að ljóst var að hans maður varð ekki fyrir valinu, að benda á að þörfin væri orðin knýjandi á að breyta kjöri íþróttamanns ársins og kynjaskipta kjörinu."

„Orð heiðursformanns KSÍ hafa og eiga að hafa vægi. Hafi hann hinsvegar ekkert burðugra fram að færa er kannski fyrir bestu að hann sitji á strák sínum á friðarstóli."

Þá segir Ívar í pistlinum að ekki standi til að breyta fyrirkomulagi kjörsins sem er á vegum Samtaka íþróttafréttamanna og fór fyrst fram 1956.
Athugasemdir
banner
banner