Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. janúar 2018 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pep um álagið: Þeim er sama um velferð leikmanna
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola talaði um meiðslamál Manchester City eftir 3-1 sigur gegn Watford í kvöld.

Hann býst við að fá Gabriel Jesus til baka úr meiðslum í febrúar eða byrjun mars í versta falli.

Þá hrósaði Pep miðjumanninum öfluga Kevin De Bruyne í hástert fyrir að heimta að spila leikinn þrátt gegnum sársauka.

„Gabriel verður frá í fjórar til sex vikur, kannski aðeins lengur. De Bruyne var tæpur vegna bólgna en heimtaði að fá að spila leikinn. Það segir mikið til um hans karakter," sagði Pep að leikslokum.

„Hann fann fyrir smá sársauka en vildi samt spila. Það er augljóst að hann vill vinna úrvalsdeildina og er hegðun hans og fagmennska innblástur fyrir alla innan félagsins."

Pep gekk þá til liðs við hina fjölmörgu stjóra sem gagnrýna leikjaálagið yfir hátíðarnar.

„Við gerðum fimm breytingar frá síðasta leik útaf leikjaálaginu. Þetta er ekki eðlilegt ástand og fólk sem er ofar sett en ég verður að laga þetta. Þetta mun drepa leikmennina.

„Knattspyrnusamböndin verða að vernda leikmenn betur. Þeim er sama um velferð leikmanna, þeir eru látnir spila 11 mánuði í röð. Það þarf að vernda þá, en ég veit að það mun ekkert breytast í þessum málum."

Athugasemdir
banner
banner
banner