Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 02. janúar 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Sara Björk í 43. sæti yfir bestu fótboltakonur í heimi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Wolfsburg, er á 43. sæti á lista Offside Rule yfir bestu leikmenn í heimi árið 2017.

59 aðilar eru i dómnefnd en þar á meðal eru Kelly Smith, John Herdman, Saskia Bartusiak, Kristine Lilly og Alen Stajcic.

Sara fékk 312 stig í valinu en hún endaði í 57. sæti á sama lista í fyrra.

„Að mínu mati, besti varnarsinnaði miðjumaðurinn í boltanum. Sara vinnur næstum öll návigi, er með góða yfirsýn og sterkt hugarfar," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, við Offside Rule um valið.

„Sara er leiðtogi og með vilja sínum berst hún fyrir liðið. Sara er ótrúlega öflug í baráttunni og góð í að skalla," sagði Stephan Lerch, þjálfari Wolfsburg.
Athugasemdir
banner
banner
banner