Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. janúar 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tvær íslenskar meðal 50 bestu í heimi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Heimasíða Chelsea
Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru báðar á lista yfir 50 bestu knattspyrnukonur heims.

María Þórisdóttir, sem er ættuð frá Íslandi en fædd og alin upp í Noregi, er meðal 100 bestu knattspyrnukvenna heims.

Vavel sér um framkvæmd listans og er Guðbjörg meðal bestu markvarða í heimi samkvæmt miðlinum. Guðbjörg er í 35. sæti listans.

„Guðbjörg er búin að eiga annað frábært ár. Hún var í íslenska landsliðinu sem fór á EM og átti 19 vörslur í þremur leikjum. Hún var meðal bestu leikmanna Djurgården og hélt 6 sinnum hreinu í 20 leikjum. Hún varði 76 skot og var með 72% markvörslu."

Sara Björk skorar einnig hátt hjá Vavel og er í 49. sæti. Sara spilar fyrir Wolfsburg sem er eitt af bestu kvennaliðum heims.

„Sara Björk gerði frábærlega með Wolfsburg og vann bæði deild og bikar. Sara fór á EM með Íslandi en komst ekki upp úr riðli."

María er í 92. sæti. Hún vann sér inn byrjunarliðssæti hjá Noregi og var seld til Chelsea.

„Maria átti frábært ár. Hún var meðal bestu leikmanna norska landsliðsins í sumar og var frábær með Klepp í norska boltanum. Hún vakti áhuga Chelsea sem festi kaup á henni en þar á hún erfitt með að brjótast inn í byrjunarliðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner