Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. janúar 2018 14:23
Elvar Geir Magnússon
Wenger gæti farið í bann fyrir samskipti sín við Mike Dean
Mike Dean fær að heyra það frá Arsenal mönnum.
Mike Dean fær að heyra það frá Arsenal mönnum.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu eftir samskipti sín við dómarann Mike Dean í leiknum gegn West Brom.

Wenger varð bálreiður þegar Dean dæmdi West Brom vítaspyrnu seint í leiknum. Úr vítinu var skorað og leikurinn endaði 1-1.

Wenger fékk fjögurra leikja hliðarlínubann á síðasta tímabili eftir hegðun sína í garð Anthony Taylor dómara.

Í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins er sagt að orðbragð og/eða hegðun Wenger við dómaraklefann eftir leik hafi verið árásargjörn og óviðeigandi.

„Það eru vonbrigði að sjá þetta en hvð getur þú gert? Við getum talað og talað og það breytist ekkert," sagði Wenger reiður í viðtali eftir leikinn.

„Enska úrvalsdeildin tekst ekki á við vandamálin. Ekki leikjaplanið, ekki dómarana. Ég vil minna ykkur á því að ég lagði mjög hart að mér ásamt David Dean (þáverandi varaformanni Arsenal) fyrir mörgum árum til að gera dómara að atvinnumönnum. Því miður hafa gæði þeirra ekki farið upp á við."

Arsenal er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Sjá einnig:
Mike Dean var of fljótur að benda á punktinn
Athugasemdir
banner
banner
banner