Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 02. janúar 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alisson besti Brassinn sem spilar í Evrópu
Alisson Becker.
Alisson Becker.
Mynd: Getty Images
Alisson Becker, markvörður Liverpool, hefur verið kosinn sem besti Brasilíumaðurinn sem spilar í Evrópu fyrir árið 2019. Hann fær því Samba Gold verðlaunin.

Hann var keyptur frá Roma fyrir tæpar 67 milljónir punda fyrir síðustu leiktíð. Hann hefur hingað til hjálpað Liverpool að vinna Meistaradeildin, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða.

Samba Gold verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2008 og er Alisson fyrsti markvörðurinn sem vinnur þau.

Það eru fótboltaáhugamenn, fjölmiðlamenn og fyrrum leikmenn sem kjósa um verðlaunin.

Roberto Firmino, liðsfélagi Alisson í Liverpool, vann verðlaunin fyrir árið 2018 og endaði í öðru sæti í kosningunni fyrir 2019. Thiago Silva, varnarmaður PSG, endaði í þriðja sæti og Fabinho, sem spilar líka með Liverpool, endaði í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner