fim 02. janúar 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Charlton laust við Roland Duchatelet
Stuðningsmenn Charlton hafa mótmælt eigandanum fyrrverandi.
Stuðningsmenn Charlton hafa mótmælt eigandanum fyrrverandi.
Mynd: Getty Images
East Street Investments hefur tekið yfir eignarhaldi Charlton Athletic, sem er í Championship-deildinni. Belginn Roland Duchatelet er því ekki lengur eigandi.

Duchatelet hefur verið að reyna að selja félagið frá 2017. Hann var óvinsæll hjá stórum hluta stuðningsmanna.

Hann keypti félagið í janúar 2014, en stuðningsmenn urðu fljótt ósáttir með hvernig hann starfaði. Nokkrir stuðningsmenn ferðuðust alla leið til Belgíu árið 2016 til að mótmæla Duchatelet.

„Við ferðuðumst til Belgíu þar sem eigandi okkar mætir ekki á leiki hjá Charlton og því tilgangslaust að mótmæla þar," sagði talsmaður hópsins sem ferðaðist til Belgíu.

Í stjórnartíð Duchatelet gekk Charlton heilt yfir ekki vel. Tímabilið 2015/16 féll Charlton niður í C-deild og gekk svo langt að hóta eigin stuðningsmönnum.

Matt Southall, nýr stjórnarformaður félagsins, segir að vinnan hefjist strax og planið sé að styðja við bakið á stjóranum Lee Bowyer og hans teymi í janúarglugganum.

„Ég veit að stuðningsmennirnir verða ánægðir og núna er það mikilvægasta að byrjum að byggja," sagði knattspyrnustjórinn Lee Bowyer.

Charlton komst aftur upp í Championship fyrir þetta tímabil og er liðið núna í 19. sæti. Þessa stundina spilar liðið við Swansea í Wales. Hægt er að fylgjast með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner