Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. janúar 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Föruneyti Pogba ráðlagði honum að fara í aðgerð á ökkla
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Það er ýmislegt dularfullt við fjarveru franska miðjumannsins Paul Pogba en hann hefur lítið spilað síðustu tvo mánuði og búist er við því að hann verði áfram frá næstu vikurnar.

Pogba mætti aftur eftir ökklameiðsli í tvo leiki gegn Newcastle og Watford en hann byrjaði báða leikina á bekknum. Hann var svo óvænt ekki í leikmannahópnum gegn Burnley og staðfesti Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, í gær að hann yrði frá næstu vikurnar.

Það virðist þó eitthvað undarlegt við þessa fjarveru hans en Solskjær minntist á það í viðtali í gær að föruneyti og ráðgjafar Pogba hafi ráðlagt honum að fara í aðgerð á ökkla.

Pogba hefur sjálfur ekki talað um framtíð sína en Mino Raiola, umboðsmaður leikmannsins, sagði sjálfur í viðtali að hann og Pogba væru sáttir við að hann yrði áfram hjá United.

Talið er að Pogba sé að reyna að komast frá United og til Real Madrid.

„Hann verður frá í þrjár eða fjórar vikur kannski, ég veit það ekki alveg. Hans fólk hefur ráðlagt honum að fara í aðgerð og hann mun örugglega gera það," sagði Solskjær.

„Hann er búinn að fara í myndatöku og þetta er ekkert alvarlegt en eitthvað sem þarf að skoða og ganga frá sem fyrst," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner