Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. janúar 2020 09:42
Magnús Már Einarsson
Gummi Tóta líklega ekki til Levski Sofia
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Þórarinsson er þessa dagana að skoða næstu skref sín á ferlinum en samningur hans hjá sænska félaginu Norrköping rann út um áramótin.

Búlgarskir og sænskir fjölmiðlar sögðu frá því á dögunum að Guðmundur væri líklega að ganga til liðs við Levski Sofia.

Levski Sofia spilar í búlgörsku úrvalsdeildinni en varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er á mála hjá félaginu.

Búlgarska íþróttadagblaðið Meridian Match hefur hins vegar kveðið niður þær sögu­sagn­ir að Guðmundur sé á leið til Levski Sofia. Seg­ir blaðið að liðið hafi frekar ákveðið að semja við búlgarska miðjumanninn Simeon Slavchev. Íslendingavaktin greinir frá.

Undanfarna mánuði hefur Guðmundur einnig verið orðaður við Djurgarden í Svíþjóð og Heerenveen í Hollandi en hann gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Kanada og El Salvador þar sem hann er að finna nýtt félag.
Athugasemdir
banner
banner