Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 02. janúar 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Jonny Evans dvaldi einn á hóteli yfir hátíðarnar
Mynd: Getty Images
Jonny Evans, varnarmaður Leicester, var eini útileikmaður liðsins sem byrjaði alla þrjá leiki liðsins yfir hátíðarnar.

Evans fékk skiptingu undir lokin í sigrinum gegn Newcastle í gær og fékk þá kærkomna hvíld eftir erfiða viku.

Hinn 31 árs gamli Evans sendi fjölskyldu sína til Norður-Írlands um hátíðarnar og dvaldi einn á hóteli til að fá sem mesta hvíld.

„Fjölskyldan mín fór til Belfast svo ég var á hóteli í Leicester og reyndi að sofa eins mikið og ég gat," sagði Evans við The Athletic.

„Stundum er erfitt að sofa, sérstaklega eftir leiki seint á kvöldin því það er erfitt að losna við adrenalínið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner