Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. janúar 2020 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Fyrsti deildarsigur Al Arabi í þrjá mánuði í endurkomu Arons
Aron Einar sneri aftur
Aron Einar sneri aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson sneri aftur í byrjunarlið Al Arabi gegn Al Ahli í úrvalsdeildinni í Katar á þessum fimmtudegi.

Aron hefur verið frá keppni síðan hann meiddist á hné í leik í Katar í október. Hann er núna mættur aftur og þá byrjar Al Arabi að vinna fótboltaleiki aftur. Er þetta fyrsti sigur liðsins í öllum keppnum frá 16. nóvember þegar liðið vann bikarleik gegn Al Sailiya.

Al Arabi hafði ekki unnið deildarleik frá því að Aron meiddist gegn Al Khor, í 3-1 sigri, þann 4. október. Liðið hafði spilað fimm deildarleiki í fjarveru Arons, tapað þremur og gert tvö jafntefli.

Al Arabi leiddi 2-0 í hálfleik í dag og vann að lokum þægilegan 3-0 sigur. Aron lék 80 mínútur.

Al Arabi er eftir þennan sigur komið upp í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig úr 11 leikjum.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi, en hann framlengdi nýlega við félagið til 2021.
Athugasemdir
banner
banner