Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. janúar 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pardew vill fá Ravel Morrison
Morrison er á mála hjá Sheffield United.
Morrison er á mála hjá Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew vill fá enska miðjumanninn Ravel Morrison til ADO Den Haag í Hollandi. Hann stefnir á að Morrison verði fyrsti leikmaðurinn sem hann fær til félagsins.

Hinn 26 ára gamli Morrison skrifaði undir eins árs samning við enska úrvalsdeildarfélagið Sheffield United síðasta sumar. Hann hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir félagið og einn í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er ekki í hópnum fyrir leikinn gegn Liverpool í kvöld.

Samkvæmt Sky Sports þá er Sheffield United tilbúið að leyfa Morrison að fara í þessum mánuði.

Morrison er 26 ára gamall og þótti eitt sinn gríðarlega efnilegur er hann var á mála hjá Manchester United. Ferill hans hefur ekki farið sem skyldi. Undanfarin ár hefur hann meðal annars spilað með Lazio á Ítalíu og Atlas í Mexíkó. Morrison var hjá Östersund í Svíþjóð áður en hann samdi við Sheffield United.

Pardew, sem er fyrrum stjóri Crystal Palace, Newcastle og West Brom tók við ADO Den Haag síðasta aðfangadag. Hans fyrsti leikur í hollensku úrvalsdeildinni verður gegn RKC Waalwijk þann 19. janúar.

ADO Den Haag er í næst neðsta sæti hollensku deildarinnar og hefur Pardew verk að vinna. Hann gerði samning við félagið út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner