Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. janúar 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Raiola skýtur á Man Utd - „Félagið myndi eyðileggja Maradona og Pele"
Paul Pogba er meiddur og er á leið í aðgerð
Paul Pogba er meiddur og er á leið í aðgerð
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, sagði að hann og leikmaðurinn væru báðir sáttir við að hann yrði áfram hjá Manchester United en kom einnig inn á það að félagið væri búið að eyðileggja leikmanninn.

Raiola kom inná það að Pogba yrði áfram hjá United í janúar og að það væri í góðu lagi.

Það virðist allt í kringum Pogba vera afar dularfullt. Leikmaðurinn verður frá næstu vikurnar eftir að föruneyti hans ráðlagði honum að fara í aðgerð á ökkla en leikmaðurinn hefur sjálfur ekkert tjáð sig um framtíð sína.

Raiola sagði þá að United væri búið að eyðileggja Pogba og félagið gæti jafnvel eyðilagt leikmenn á borð við Diego Maradona, Pele og Paolo Maldini ef þeir væru enn að spila.

„Ég myndi ekki koma með neinn inn í þetta félag núna. Þeir myndu líka eyðileggja Maradona, Pele og Maldini. Paul þarf lið og félag eins og Juventus," sagði Raiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner