Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. janúar 2020 09:25
Magnús Már Einarsson
Real Madrid ræðir við Mane - Werner til Man Utd?
Powerade
Timo Werner er orðaður við Manchester United.
Timo Werner er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: EPA
Félagaskiptaglugginn er búinn að opna og ensku slúðurblöðin fagna því.



Juventus ætlar að reyna að fá Paul Pogba (26) aftur í sínar raðir frá Manchester United. Pogba er ósáttur hjá Manchester United. (Calciomercato)

Manchester United gæti keypt framherjann Timo Werner (23) frá RB Leipzig í þessum mánuði en leyft honum að vera áfram hjá þýska félaginu á láni út tímabilið. (Express)

Napoli og Ajax vilja fá miðvörðinn Jan Vertonghen (32) frá Tottenham í þessum mánuði. Vertonghen verður samningslaus í sumar. (Telegraph)

Real Madrid hefur rætt við umboðsmen Sadio Mane (27) leikmanns Liverpool. (Le10Sport)

Marseille og Aston Villa eru á meðal félaga sem vilja fá framherjann Daniel Sturridge (30) frá Trabzonspor í Tyrklandi. (Mail)

Tottenham er í bílstjórasætinu í baráttunni um Nathan Ferguson (19) varnarmann WBA. Crystal Palace er einnig að skoða Ferguson. (Mirror)

Inter ætlar að blanda sér í baráttuna um Christian Eriksen (27) leikmann Tottenham. Daninn verður samningslaus í sumar en Manchester United, PSG og Juventus vilja einnig fá hann. (Mail)

Manchester United og Tottenham ætla að berjast um Boubakary Soumare (20) miðjumann Lille. (Mail)

Granit Xhaka (27) miðjumaður Arsenal þarf að bíða eftir að Mikel Arteta samþykki félagaskipti hans til Hertha Berlin. (Independent)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að félagið sé á eftir Wilfried Zaha (27) leikmanni Crystal Palace. (Star)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Adam Lallana (31) gæti farið annað þegar samningur hans rennur út í sumar. (Mirror)

Önnur félög hafa sýnt áhuga á að fá framherjann Moise Kean (19) frá Everton en hann er ekki til sölu að sögn umboðsmanns hans. (La Repubblica via Star)

Bruno Fernandes (25) miðjumaður Sporting Lisabon segist hafa verið nálægt því að ganga í raðir Tottenham í sumar. (Express)

Jack Colback, miðjumaður Newcastle, fer væntanlega ekki frá félaginu í janúar eins og útlit var fyrir. Colback meiddist á hné á æfingu. (South Shields Gazette)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner