fim 02. janúar 2020 09:46
Magnús Már Einarsson
Segir að Raggi Sig sé tilbúinn að fara aftur til FCK
Ragnar (til hægri) í leik með FCK á sínum tíma.
Ragnar (til hægri) í leik með FCK á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Ragnar Sigurðsson hefur áhuga á að ganga til liðs við danska félagið FC Kaupmannahöfn á nýjan leik en þetta segir danski íþróttafréttamaðurinn Sören Sorgenfri.

Ragnar spilaði með FCK við góðan orðstír á árunum 2011 til 2014. Sören segir að Ragnar sé til í að fara aftur til FCK en félagið þurfi nú að taka ákvörðun.

Hinn 33 ára gamli Ragnar samdi um starfslok hjá Rostov í Rússlandi á dögunum og hann er nú að skoða næstu skref.

Ragnar hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Trabzonspor í Tyrklandi.

Ragnar á 94 landsleiki að baki en það skýrist á næstunni hvert næsta skref hans á ferlinum verður.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner