Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. janúar 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Stefnt á að spila í Laugardalnum í mars - KSÍ tilnefndi ekki varavöll
Miðasala hefst í febrúar
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðgerðaráætlun KSÍ miðar að því að leikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM fari fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 26. mars næstkomandi.

KSÍ skilaði þeim upplýsingum til UEFA í desember. Að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, var ekki skilað inn ósk um varavöll heldur er stefnt á að spila í Laugardalnum.

Starfsmenn KSÍ fylgdust með Laugardalsvelli yfir hátíðarnar og stefnt er á að hafa völlinn kláran í mars.

Ljóst er að kostnaðurinn við að halda vellinum við er mikill og KSÍ vill fá hjálp frá Reykjavíkurborg við þann kostnað.

„Stjórn leggur áherslu á að rætt verði við eigendur vallarins um kostnaðarhlutdeild," segir í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi KSÍ.

„Lagt var fram minnisblað um mögulegt umspil á heimavelli í mars 2022 fyrir HM í Katar. Stjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af því ef sambærileg staða verður á Laugardalsvelli 2022 og er nú," segir einnig í skýrslunni.

Miðasala á leikinn gegn Rúmenum hefst í febrúar en miðaverð verður óbreytt frá því í undankeppni EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner