Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. janúar 2021 11:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír leikmenn Spurs og leikmaður West Ham í vandræðum vegna hátíðarhalda
Mynd: Instagram via Mail
Þrír leikmenn Tottenham (Giovani Lo Celso, Erik Lamela og Sergio Reguilon) og einn leikmaður West Ham (Manuel Lanzini) brutu að öllum líkindum samkomureglur um jólin þegar þeir komu saman ásamt fjölskyldum sínum til að fagna hátíðanna. Daily Mail greinir frá.

Mynd af þessum leikmönnum var óvart birt á Instagram og líklegast var það einn af vinum fjórmenninganna. Þrír af þeim eru Argentínumenn en Sergio Reguillon er Spánverji.

London, þar sem Tottenham og West Ham eru staðsett, er í svokölluðum 'Tier 4' flokki og í reglum í þeim flokki er skýrt tekið fram að þú mátt ekki halda hátíðarnar með fólki utan þíns heimilis.

Annars staðar á Englandi máttu íbúar þriggja heimila koma saman á einum stað til að fagna um hátíðarnar.

Orðin 'að öllum líkindum' eru notuð þar sem Mail er ekki með það pottþétt að hús Lo Celso, þar sem fólkið kom saman, sé í London þó myndin hafi verið birt með staðsetninguna London á Instagram á gamlárskvöld.

Lanzini lék með West Ham gegn Everton í gær en Tottenham á leik í hádeginu gegn Leeds. Sportsmail hefur sett sig í samband við West Ham og Tottenham vegna málsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner