Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. janúar 2021 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Af hverju neitaði Fosu-Mensah nýjum samningi?
Mynd: Getty Images
Í vikunni var greint frá því að Timothy Fosu-Mensah hefði neitað nýjum þriggja og hálfs árs samningi hjá Manchester United. Núgildandi samningur Hollendingsins rennur út í sumar.

Samkvæmt heimildum ManchesterEveningNews vill varnarmaðurinn vera áfram hjá félaginu. Fosu-Mensah finnst hann ekki vera nægilega vel metinn miðað við samningstilboðið sem hann fékk.

Fosu-Mensah er 22 ára gamall og hefur komið við sögu í þremur leikjum á leiktíðinni og kom við sögu í sex leikjum á síðustu leiktíð. Mónakó, Marseille, Hertha Berlin og Bayer Leverkusen eru sögð á eftir varnarmanninum.

Fosu-Mensah skipti um umboðsmann á síðasta ári og var hluti af stórum landsliðshópi sem Frank de Boer valdi fyrir september verkefnið.
Athugasemdir
banner
banner