lau 02. janúar 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Andy Cole sá eini sem hefur byrjað betur en Bruno Fernandes
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur farið gríðarlega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann fer fyrir sterku liði Manchester United sem er búið að jafna Liverpool á toppnum.

Fernandes gekk í raðir Man Utd í janúar og spilaði sinn þrítugasta úrvalsdeildarleik í gærkvöldi er Rauðu djöflarnir lögðu Aston Villa að velli.

Fernandes er vítaskytta Man Utd og gerði sigurmarkið af vítapunktinum á 61. mínútu leiksins. Það var nítjánda úrvalsdeildarmarkið hans en hann á einnig fjórtán stoðsendingar á árinu.

Hann hefur því í heildina verið viðriðinn 33 mörk í 30 fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Eini leikmaðurinn sem hefur byrjað betur er Andy Cole sem raðaði inn mörkunum með Newcastle áður en hann skipti yfir til Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner