Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 02. janúar 2021 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atalanta vill halda Diallo á láni en hann vill fara strax til Man Utd
Mynd: Getty Images
Félagsskipta sérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því í dag að Atalanta vilji halda Amad Diallo að láni á Ítalíu út leiktíðina. Allt bendir til þess að Manchester United sé að krækja í vængmanninn efnilega.

Í október var sagt frá því að allt væri klappað og klárt í kaupum United á Diallo og nú á nýju ári var greint frá því að öll pappírsvinna væri klár, atvinnuleyfi komið í hús o.s.frv.

Ósk Manchester United er að leikmaðurinn komi strax til félagsins og Romano segir ósk leikmannsins vera í takt við ósk United.

Gian Piero Gasperini, stjóri Atalanta, sagði á blaðamannafundi í dag að Atalanta væri að vinna að því að halda Diallo að láni út leiktíðina.
Athugasemdir
banner
banner