Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 02. janúar 2021 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið West Brom og Arsenal: Lacazette byrjar
Lacazette kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið nokkrum sekúndum síðar er Arsenal lagði Brighton að velli í síðustu umferð.
Lacazette kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið nokkrum sekúndum síðar er Arsenal lagði Brighton að velli í síðustu umferð.
Mynd: Getty Images
Nýliðar West Bromwich Albion taka á móti Arsenal í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Bæði lið hafa farið illa af stað á tímabilinu en 12 stig eru á milli þeirra í neðri hluta deildarinnar.

West Brom tapaði nýliðaslag á heimavelli í síðustu umferð, 0-5, og gerir Sam Allardyce aðeins tvær breytingar á liðinu. Branislav Ivanovic kemur í vörnina og Matheus Pereira í sóknina. Ivanovic kemur inn fyrir Lee Peltier á meðan Pereira hoppar inn fyrir Karlan Grant.

Mikel Arteta gerir einnig tvær breytingar á sínu liði eftir sigur gegn Brighton í síðustu umferð. Dani Ceballos og Alexandre Lacazette koma inn fyrir Mohamed Elneny og Gabriel Martinelli sem fara á bekkinn.

Bukayo Saka og Emile Smith-Rowe halda því sætum sínum í byrjunarliðinu en Willian er allur að koma til eftir meiðsli og er mættur á bekkinn. Rúnar Alex Rúnarsson er á á bekknum hjá Arsenal.

West Brom: Johnstone, Furlong, Ajayi, O’Shea, Ivanovic, Sawyers, Robinson, Phillips, Gallagher, Diangana, Pereira.
Varamenn: Button, Gibbs, Bartley, Grosicki, Austin, Harper, Krovinovic, Peltier, Diaby.

Arsenal: Leno, Bellerin, Holding, Mari, Tierney, Ceballos, Xhaka, Saka, Smith-Rowe, Lacazette, Aubameyang.
Varamenn: Rúnarsson, Willian, Maitland-Niles, Pepe, Luiz, Elneny, Willock, Nketiah, Martinelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner