lau 02. janúar 2021 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Diallo kominn með atvinnuleyfi
Mynd: Getty Images
Búið er að ganga frá öllum pappírum og er ljóst að Amad Diallo gengur í raðir Manchester United á næstu dögum.

Diallo er 18 ára kantmaður frá Fílabeinsströndinni sem Man Utd kaupir af Atalanta fyrir um 20 milljónir evra auk árangurstengdra aukagreiðslna.

Óljóst var hvort Diallo gæti flutt til Manchester strax vegna vandræða með vegabréfið en Ole Gunnar Solskjær staðfesti eftir sigur Man Utd gegn Aston Villa í gærkvöldi að ungstirnið hafi fengið atvinnuleyfi á Englandi.

„Það er búið að skila inn öllum pappírum og ég get ekki séð hvað ætti að koma í veg fyrir flutninginn núna. Hann er á leiðinni, ég vona að hann verði með hópnum sem fyrst," sagði Solskjær.

„Þetta er gríðarlega spennandi leikmaður en við verðum að gefa honum tíma til að hann geti þróast og sprungið út."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner