Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 02. janúar 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dýrasti leikmaður Napoli með Covid eftir sína eigin afmælisveislu
Osimhen ásamt Dries Mertens og Hirving Lozano.
Osimhen ásamt Dries Mertens og Hirving Lozano.
Mynd: Getty Images
Nígeríski framherjinn Victor Osimhen greindist með Covid og verður því ekki með í næstu leikjum Napoli.

Osimhen, 22 ára, var keyptur frá Lille í sumar fyrir metfé, eða 70 milljónir evra. Hann fór vel af stað með Napoli en meiddist á handlegg og hefur ekki spilað fyrir félagið síðan hann gerði sigurmarkið gegn Bologna 8. nóvember.

Þetta væri ekki frásögu færandi ef ekki fyrir þær sakir að Osimhen hefur líklegast smitast í sinni eigin afmælisveislu nokkrum dögum fyrir áramótin. Upp komst um veisluna eftir að plötusnúðurinn í afmælinu birti myndbönd á samfélagsmiðlum.

Myndböndin voru tekin niður skömmu síðar en þá var skaðinn skeður. Stjórn félagsins er sögð afar ósátt með hegðun sóknarmannsins og getur hann búist við sekt.

Osimhen er partur af öflugu liði Napoli sem situr í fimmta sæti ítölsku deildarinnar, með 25 stig eftir 13 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner