Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. janúar 2021 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
England: Arsenal rúllaði yfir West Brom
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
West Brom 0 - 4 Arsenal
0-1 Kieran Tierney ('23)
0-2 Bukayo Saka ('28)
0-3 Alexandre Lacazette ('61)
0-4 Alexandre Lacazette ('64)

Það gengur ekki mikið upp hjá nýliðum West Brom þessa dagana og tapaði liðið heimaleik gegn Arsenal í kvöld. Liðin mættust á snævi þæktum Hawthorns velli.

Lærisveinar Mikel Arteta spiluðu vel gegn slökum andstæðingum og skoraði Kieran Tierney glæsilegt mark á 23. mínútu. Hann gerði þá frábærlega þar sem hann lék á andstæðing á vinstri kanti og lét svo vaða með hægri.

Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Bukayo Saka forystu Arsenal þegar hann kláraði gullfallega sókn af stuttu færi. Glæsileg sókn sem minnti á gamla Arsenal.

Arsenal var betra liðið allan leikinn og skoraði Alexandre Lacazette tvennu Í síðari hálfleik. Hann var óheppinn að setja ekki þrjú en sannfærandi sigur Arsenal staðreynd.

Þetta var þriðji sigur Arsenal í röð og er liðið með 23 stig eftir 17 umferðir. West Brom er áfram í fallsæti með 8 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner