Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. janúar 2021 19:29
Ívan Guðjón Baldursson
England: Brighton kom til baka og náði jafntefli gegn Wolves
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brighton 3 - 3 Wolves
1-0 Aaron Connolly ('13)
1-1 Roman Saiss ('19)
1-2 Dan Burn ('34, sjálfsmark)
1-3 Ruben Neves ('44, víti)
2-3 Neal Maupay ('46, víti)
3-3 Lewis Dunk ('70)

Brighton tók á móti Wolves í næstsíðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð mikil skemmtun.

Úlfarnir byrjuðu vel en Aaron Connolly kom heimamönnum yfir gegn gangi leiksins. Hann var þá á undan Rui Patricio í fyrirgjöf frá kantinum.

Úlfarnir voru þó ekki lengi að jafna því Roman Saiss skoraði með skalla eftir fyrirgjöf og hægt er að kenna Lewis Dunk um að hafa ekki skallað boltann í burtu.

Svo var komið að kafla Dan Burn, sem skoraði klaufalegt sjálfsmark og fékk dæmda á sig klaufalega vítaspyrnu á tíu mínútna kafla fyrir leikhlé. Úlfarnir leiddu því 1-3 í leikhlé en Neal Maupay skoraði strax á fyrstu mínútu eftir leikhlé. Hann skoraði þá úr vítaspyrnu eftir að Joao Moutinho reyndist brotlegur innan teigs.

Úlfarnir áttu betri fyrri hálfleik en heimamenn í Brighton stjórnuðu gangi mála í síðari hálfleik. Þeir verðskulduðu jöfnunarmarkið sem Lewis Dunk skoraði á 70. mínútu til að bæta upp fyrir mistök sín frá því fyrr í leiknum.

Skömmu síðar kom Brighton knettinum aftur í netið en markið ekki gilt þar sem dómarinn hafði dæmt brot áður en skotinu var hleypt af. Endursýningar sýndu að líklega var ekki um brot að ræða en VAR mátti ekki skera sig í leikinn.

Leikurinn róaðist niður undir lokin en það voru Úlfarnir sem komust næst því að skora í uppbótartímanum. Adama Traore gerði þá frábærlega að koma fyrirgjöf á kollinn á Owen Otasowie sem skallaði yfir úr góðu færi.

Lokatölur 3-3 og eru Úlfarnir með 22 stig eftir 17 umferðir. Brighton er með 14 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner