Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 02. janúar 2021 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Spurs skoraði mörkin þó Leeds hafi haldið vel í boltann
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tottenham 3 - 0 Leeds
1-0 Harry Kane ('29 , víti)
2-0 Son Heung-Min ('43 )
3-0 Toby Alderweireld ('50 )

Það voru þeir Harry Kane, Son Heung-min og Toby Alderweireld sem skoruðu mörkin þegar Tottenham vann 3-0 sigur á Leeds í hádegisleiknum í enska.

Leeds hélt boltanum 65% af leiktímanum en það skilaði sér í engum mörkum í dag. Harry Kane skoraði úr vítaspyrnu á 29. mínútu eftir að Steven Bergwijn var felldur af Alioski þegar Hollendingurinn var rétt kominn inn á vítateig Leeds.

Son kom heimamönnum í 2-0 á 43. mínútu eftir undirbúning frá Kane og Toby Alderweireld skoraði svo með skalla eftir hornspyrnu á 50. mínútu, Illan Meslier hefði átt að gera betur þar en boltinn lak einhvern veginn í netið.

Þetta var fyrsti deildarsigur Tottenham síðan gegn Arsenal 6. desember og fyrsta tap Leeds síðan gegn Manchester United.

Tottenham lék síðustu tvær mínútur leiksins manni færra þar sem Matt Doherty fékk reisupassann vegna tveggja gulra spjalda. Tottenham er í þriðja sæti deildairnnar eftir sigurinn.

Tottenham hefur skorað 29 mörk í deildinni og þeir Son og Kane hafa skorað 22 þeirra. Kane hefur komið að 21 marki á tímabilinu og Son sautján, markið hjá Son það 100. fyrir Tottenham.

Kane hefur þá skorað gegn öllum þrjátíu úrvalsdeildarfélögum sem hann hefur mætt. Þeir Kane og Son hafa komið að þrettán mörkum saman, þar sem annar leggur upp mark fyrir hinn, á leiktíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner