Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 02. janúar 2021 16:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Vonleysi Sheffield jókst strax á 4. mínútu
Frábært framtak hjá Eze.
Frábært framtak hjá Eze.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 2 - 0 Sheffield Utd
1-0 Jeffrey Schlupp ('4 )
2-0 Eberechi Eze ('45 )

Hræðilegt gengi Sheffield United heldur áfram. Liðið lá 2-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park í dag og hefur enn ekki unnið leik síðan fótboltinn fór aftur af stað í júní erftir Covid-hlé.

Sheffield er með tvö stig á botni ensku úrvalsdeildarinnar sem er versti árangur liðs þegar komið er þetta langt inn í tímabilið.

Það voru þeir Jeffrey Schlupp og Eberechi Eze sem skoruðu mörkin. Fyrra markið kom eftir undirbúning Christian Benteke strax á 4. mínútu.

Mark Eze var einstaklega laglegt en varnarleikur Sheffield United var upp á ansi fáa fiska. Eze hafði byrjað á bekknum en kom inn á fyrir Schlupp sem meiddist í fyrri hálfleiknum.

Palace fer upp í 12. sætið með sigrinum en Sheffield er ellefu stigum frá öruggu sæti með einungis átta mörk skoruð eftir sautján leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner