Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 02. janúar 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Herrera um Cavani-bannið: Heimurinn er að fara til fjandans
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani var á gamlársdag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að nota orðin 'gracias negrito' í kveðju á Instagram. Cavani var dæmdur fyrir ósæmileg rasísk ummæli en orðin hafa enga rasíska merkingu í kúlturnum sem Cavani er vanur. Kveðjan var til félaga Cavani sem er ljós á hörund.

Kveðjuna sendi Cavani eftir 3-2 endurkomusigur gegn Southampton undir lok nóvember og dæmt var í málinu mánuði seinna.

Cavani á eftir tvo leiki í banninun því það hófst í gær gegn Aston Villa. Auk leikbannsins var Cavani sektaður um 100 þúsund pund og þarf auk þess að fá einkakennslu til að fræðast um málefnið.

Ander Herrera, fyrrum samherji Cavani hjá PSG og fyrrum leikmaður Manchester United, sendi kveðju á Cavani eftir að dómurinn var kveðinn.

„Ef þeir setja þig í bann fyrir þetta... Heimurinn er að fara til fjandans. Stórt knús og vertu sterkur Edi," sagði Herrera á Instagram.

Cavani missir af leikjunum gegn Manchester City í deildabikarnum sem og leiknum gegn Watford í ensku bikarkeppninni.
Athugasemdir
banner
banner