Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. janúar 2021 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson: Milivojevic verður að taka ábyrgð
Milivojevic var í byrjunarliðinu í dag.
Milivojevic var í byrjunarliðinu í dag.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson stýrði Crystal Palace til sigurs gegn botnliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Eberechi Eze gerði seinna mark leiksins skömmu fyrir leikhlé og urðu lokatölur 2-0. Eze skoraði stórkostlegt mark eftir glæsilegt einstaklingsframtak en hann kom inn af bekknum þegar Jeffrey Schlupp, sem kom Palace yfir snemma leiks, þurfti að fara meiddur af velli.

„Eze var fullkominn kostur af bekknum og hann töfraði fram ótrúlegt mark. Hann er að aðlagast úrvalsdeildinni, leikmenn fá aðeins meiri tíma á boltanum í Championship þannig þetta mark er gríðarlega mikilvægt fyrir hann," sagði Hodgson að leikslokum og var svo spurður út í fyrirliðann Luka Milivojevic sem virtist brjóta samkomureglur um áramótin. Milivojevic var í byrjunarliðinu í dag.

„Þetta er mál sem við erum að eiga við innan félagsins. Eina sem ég get sagt er að allir innan félagsins eru vonsviknir. Luka er búinn að biðjast afsökunar en það er ekki nóg, hann verður að taka ábyrgð á gjörðum sínum."

Crystal Palace er með 22 stig eftir 17 umferðir og var þetta fyrsti sigur liðsins í sex leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner