lau 02. janúar 2021 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Lamela biðst afsökunar: Ég skammast mín
Mynd: Getty Images
Erik Lamela er búinn að biðjast opinberlega afsökunar á því að hafa mætt í matarboð heima hjá Giovani Lo Celso yfir hátíðarnar.

Samlandi þeirra Manuel Lanzini, leikmaður West Ham, var einnig viðstaddur sem og Sergio Reguillon. Allir voru þeir með fjölskyldurnar meðferðis.

Tottenham og West Ham eru afar ósátt með þessa óábyrga hegðun leikmanna sinna sem brutu samkomureglur í London með að hittast undir sama þaki ásamt fjölskyldunum.

Lo Celso, Reguillon og Lamela voru ekki í liði Tottenham sem lagði Leeds að velli í dag. Jose Mourinho gagnrýndi þremenningana í viðtali og eru þeir í skammarkróknum.

„Ég vil biðjast afsökunar á ákvörðun sem ég tók yfir jólin sem ég sé mikið eftir. Þegar ég lít til baka þá átta ég mig á alvarleika brots mins og áhrifunum sem það kann að hafa á aðra," skrifaði Lamela á Twitter.

„Ég er svo sannarlega þakklátur öllum þeim sem hafa unnið hörðum höndum að því að einangra okkur leikmenn frá veirunni og ég skammast mín fyrir að hafa brugðist því fólki."

Sjá einnig:
Mourinho vonsvikinn með þremenningana: Óvænt og neikvæð uppákoma
Tottenham vonsvikið og fordæmir: Tökum á þessu innan félagsins
Leikmenn Spurs og leikmaður West Ham í vandræðum vegna hátíðarhalda
'Ófaglegt' orð Mourinho lýsir hegðun leikmanna liðsins fullkomlega
Lanzini: Tek fulla ábyrgð á mínum slæmu mistökum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner