lau 02. janúar 2021 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mitrovic og Milivojevic brutu samkomureglur um áramótin
Milivojevic er fyrirliði Crystal Palace og getur búist við rækilegum skömmum frá félaginu.
Milivojevic er fyrirliði Crystal Palace og getur búist við rækilegum skömmum frá félaginu.
Mynd: Getty Images
Fulham og Crystal Palace hafa hrint af stað rannsókn eftir að Serbarnir Aleksandar Mitrovic og Luka Milivojevic virtust brjóta samkomureglur yfir hátíðarnar.

Allt ætlaði um koll að keyra þegar fréttist af jólaboði heima hjá Giovani Lo Celso, leikmanni Tottenham, þar sem samherjar hans Sergio Reguilon og Erik Lamela mættu með fjölskyldur sínar ásamt Manuel Lanzini leikmanni West Ham og fjölskyldu hans.

Mitrovic og Milivojevic voru myndaðir saman í áramótapartýi í London. Þeir voru innandyra með minnst sjö öðrum manneskjum og brutu því þær ströngu samkomureglur sem ríkja í borginni.

Kærasta Mitrovic tók myndbandið upp og birti á Instagram en hefur síðan þá eytt aðgangi sínum á samfélagsmiðlinum. Þetta hefur vakið sérstaklega mikinn óhug í ljósi fjölda smita innan herbúða Fulham sem hafa orðið til þess að tveimur leikjum liðsins var frestað.

Mitrovic er sóknarmaður Fulham á meðan Milivojevic er fyrirliði Crystal Palace. Báðir spila þeir fyrir serbneska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner