Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. janúar 2021 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho: Trúi ekki á léttari leiki
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var eðlilega sáttur eftir 3-0 heimasigur á Leeds í dag. Hann hrósaði framherjapari sínu, þeim Harry Kane og Son Heung-min fyrir sitt framlag en þeir skoruðu báðir og lögðu upp sitt hvort markið.

„Ég vil fá mörk frá öðrum leikmönnum og ég vil að öllum líði eins og þeir geti tjáð sig. Við höfum Toby Alderweireld í föstum leikatriðum. Við höfum leikmenn í öðrum stöðum sem geta skorað og þeir eru að koma sér í stöður sem ég er ánægður með."

Mourinho var spurður út auðveldari leiki en Tottenham hefur mætt Wolves, Leicester og Liverpool í síðustu leikjum, þar hafa stig tapast. Leicester og Liverpool eru í toppbaráttunni.

„Þegar við spilum á móti liðum sem er búist við að séu í topp sex þá segja menn að auðveldari leikir séu framundan en að sjálfsögðu trúi ég því ekki. Leeds er erfitt lið og Aston Villa (næsti deildarleikur) er uppáhalds liðið mitt í deildinni þessa stundina. Ég nýt þess að horfa á þá spila."

Lokaspurningin var um frestanir leikja vegna Covid-19:

„Ég horfi á upprunalegu reglurnar, fjórtán leikhæfir leikmenn. Ég skil ekki þegar leikjum er frestað af öðrum ástæðum. Ég held að öll félög geri sitt besta til að hjálpa leikmönnum að tryggja öryggi sitt en það eru augnablik í einkalífi manna sem ekki er alltaf hægt að stjórna. Ekki er hægt að kenna öllum um og því þurfum við að halda áfram. Þó einhverjir greinast jákvæðir þá þarf að spila leikina."
Athugasemdir
banner
banner
banner