Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. janúar 2021 15:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho vonsvikinn með þremenningana: Óvænt og neikvæð uppákoma
Mynd: Instagram via Mail
„Ég gaf Reguilon gjöfina fyrir jól, frábær gjöf - portúgalskt svín, þar sem mér var sagt að hann yrði einn um jólin. Hann var ekki einn, eins og þið getið séð," sagði Mourinho aðspurður um brot leikmanna Tottenham á samkomureglum um hátíðarnar. Spurningin var tengd gjöfinni sem Reguilon fékk.

Þeir Giovani Lo Celso, Erik Lamela og Sergio Reguilon komu saman heima hjá Lo Celso um hátíðarnar ásamt Manuel Lanzini, leikmanni West Ham, vinum og fjölskyldum.

„Tottenham, sem félag, auðvitað erum við vonsvikin þar sem við fræðum leikmenn eins og við getum um reglurnar sem eru í gangi. Auðvitað erum við ekki ánægð með þetta. Þetta var óvænt neikvæð uppákoma fyrir okkur. Málið verður tæklað frekar innanbúðar," sagði Mourinho eftir leikinn við Leeds í dag.

BBC spurði hann einnig um málið: „Við gerum allt til að reyna halda okkar leikmönnum öruggum. Öll félög hafa reynt að gera það sama. Við getum ekki stjórnað leikmönnum okkar alla 24 klukkutíma dagsins. Ég held ég hafi sagt ykkur nóg og sagt ykkur allt."

Reguilon var ónotaður varamaður í leiknum og þeir Giovani Lo Celso og Erik Lamela voru ekki í leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner
banner