Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. janúar 2021 12:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
'Ófaglegt' - Orð Mourinho lýsir hegðun leikmanna liðsins fullkomlega
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho gagnrýndi frestun leiks Tottenham og Fulham á blaðamannafundi í gær. Mourinho sagði það ófaglegt hvernig staðið væri að frestuninni en einungis þremur klukkutímum fyrir leik liðanna á miðvikudag var tekin ákvörðun um að fresta leiknum.

Ástæðan var fjöldi smita hjá Fulham en nú í morgun var ákveðið að fresta einnig viðureign Burnley og Fulham sem fram átti að fara á morgun.

Orðið 'ófaglegt' sem Mourinho notaði í gær á vel við um hegðun Sergio Reguilon, Giovani Lo Celso og Erik Lamela um hátíðarnar.

Þremenningarnir brutu samkomu- og sóttvarnarreglur þegar þeir komu saman ásamt vinum, fjölskyldu og Manuel Lanzini, leikmanns West Ham.

Umræða var um þetta í upphafi Útvrpsþáttarins Fótbolta.net sem nú er í gangi á X-977. Þar var spurningunni: 'Hvernig er hægt að halda keppni áfram þegar leikmenn hegða sér svona?' velt upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner