Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 02. janúar 2021 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino lofar að spila sóknarbolta með PSG
Markmið PSG er að vinna Meistaradeildina.
Markmið PSG er að vinna Meistaradeildina.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino var fyrr í dag staðfestur sem nýr þjálfari Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain. Hann tekur við taumunum af Tomas Tuchel sem var rekinn fyrir áramót. Tuchel stýrði PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í sumar, þar sem liðið tapaði fyrir FC Bayern.

Pochettino gerði garðinn frægan við stjórnvölinn hjá Tottenham. Hann bætti liðið til muna á dvöl sinni þar og komst félagið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu sinni en tapaði þar gegn Liverpool.

Pochettino hefur áður sagt að það væri draumur að taka við PSG eftir að hafa spilað fyrir félagið frá 2001 til 2003.

„Þetta er ótrúlega efnilegt knattspyrnulið," voru fyrstu orð Pochettino eftir að hann var kynntur sem nýr þjálfari. Hann skrifaði undir eins og hálfs árs samning, sem gildir til júní 2022.

„Þetta er mikill heiður fyrir mig. Þetta félag hefur alltaf átt stað í hjarta mínu. Ég á stórkostlegar minningar frá dvöl minni í París, þá sérstaklega frá stemningunni sem myndaðist á Parc des Princes.

„Ég kem hingað auðmjúkur og með mikinn metnað. Ég hlakka til að vinna með nokkrum af hæfileikaríkustu knattspyrnumönnum heims. Þetta lið getur gert stóra hluti og ég mun gera allt í mínu valdi til að ná sem bestum árangri með PSG.

„Leikstíll okkar mun einkennast af mikilli baráttu og sóknarbolta, alveg eins og stuðningsmenn í París elska að sjá."

Athugasemdir
banner
banner