Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. janúar 2021 13:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pochettino mættur til Parísar - Tekur við PSG
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino er mættur til Parísar og er sagður vera að skrifa undir samning við PSG um að taka við sem stjóri liðsins. Poch sást á æfingasvæði liðsins í dag. PSG mætir Saint-Etienne í næstu viku og verður Pochettino við stjórnvölinn í þeim leik.

Tomas Tuchel var látinn fara undir lok síðasta árs og var strax nokkuð ljóst að Pochettino væri efsti maður á blaði hjá PSG. Einhverjar sögur sögðu að Max Allegri hefði verið ofarlega á blaði.

Fjórtán mánuðir eru síðan Pochettino var rekinn frá Tottenham eftir slæmt gengi, Jose Mourinho tók þá við Spurs.

Markmið PSG er að vinna Meistaradeildina og komst Tuchel nálægt því í ágúst þar sem liðið mætti Bayern í úrslitaleiknum.

Pochettino er fyrrum leikmaður PSG en hann lék með liðinu á árunum 2001-2003.
Athugasemdir
banner
banner