Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. janúar 2021 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Romano: Garcia fer til Barcelona á frjálsri sölu
Mynd: Getty Images
Það bendir allt til þess að spænski varnarmaðurinn Eric Garcia muni ganga í raðir Barcelona á frjálsri sölu næsta sumar.

Garcia er 19 ára gamall miðvörður sem kom við sögu í 13 deildarleikjum með Man City á síðustu leiktíð, auk þess að eiga 4 A-landsleiki að baki fyrir Spán.

Ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano er yfirleitt með puttann á púlsinum og segir að Garcia sé búinn að samþykkja fimm ára samning frá uppeldisfélaginu sínu, Barcelona.

Garcia rennur út á samningi við City næsta sumar og verður þá falur á frjálsri sölu. Romano telur ólíklegt að Börsungar séu reiðubúnir til að kaupa hann í janúar.

Man City hefur miklar mætur á Garcia og er félagið búið að bjóða honum nýjan samning. Varnarmaðurinn er þó búinn að taka sína ákvörðun og vill halda aftur á heimaslóðir.

Garcia má hefja viðræður við félög utan Englands þar sem hann á minna en 6 mánuði eftir af samningi sínum við City.

Garcia hefur aðeins komið við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner