lau 02. janúar 2021 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segja að FIFA sé búið að afturkalla leikbann Trippier
Mynd: Getty Images
Enski bakvörðurinn Kieran Trippier var dæmdur í tíu vikna bann frá knattspyrnu eftir að vinafólk hans veðjaði á félagaskipti hans til Atletico Madrid.

Trippier var dæmdur sekur fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins en neitaði allan tímann sök í málinu. Brotin áttu sér stað í júlí 2019.

Nú heldur spænski miðillinn Mundo Deportivo því fram að FIFA sé búið að samþykkja að draga leikbannið til baka.

Hann mun þó missa af leik Atletico gegn Alaves á morgun þar sem hann var ekki valinn í leikmannahópinn.

Ef þetta reynist rétt er það ákveðinn skellur fyrir enska knattspyrnusambandið.
Athugasemdir
banner
banner
banner