Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. janúar 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Mings gaf Pogba olnbogaskot - Bailly bjargaði marki
Pogba var valinn sem besti leikmaður vallarins af Sky Sports.
Pogba var valinn sem besti leikmaður vallarins af Sky Sports.
Mynd: Getty Images
Manchester United hafði betur í mikilvægum slag gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Það voru nokkur umtöluð atvik sem áttu sér stað í leiknum, þá sérstaklega vítaspyrnudómur Michael Oliver sem varð til þess að Bruno Fernandes gerði sigurmark Rauðu djöflanna af vítapunktinum. Dómurinn var og er afar umdeildur.

Annað atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Paul Pogba lá eftir í grasinu með blóð í munni. Hann fékk þá hörku olnbogaskot frá Tyrone Mings beint framan í sig, eins og má sjá hér.

Leikurinn var stöðvaður og hugað að Pogba en ekkert spjald fór á loft.

Seinna atvikið átti sér stað undir lokin þegar Aston Villa leitaði að jöfnunarmarki í stöðunni 2-1. Miðvörðurinn Eric Bailly bjargaði þá marki með frábærum varnarleik þar sem hann lagðist í jörðina til að verja skot Keinan Davis í uppbótartíma. Sjá hér

Liðsfélagarnir fögnuðu Bailly að leikslokum eins og hann hafi skorað sigurmarkið.



Athugasemdir
banner
banner
banner